Eyðimörk
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)
Þegar ég er niðri vill ég fara upp.
Og þegar ég er kominn upp þá vill ég fara aftur niður.
Og mér er sama hvað þú segir, sama hvað þú segir.
Það er best að þú þegir, best að þú þegir, aha.
Og komdu hérna inn,
því ég er kannski vinur þinn.
Og vertu‘ ekki með neina stæla,
ég læt þig bara liggja og æla.
Það er ekkert mál að skríða yfir eyðimörk,
ef þú veist af bar að leiðarlokum.
Og barinn er stór og ljósin skína
Ef þú skríður hratt verður allt í fína.
Og ég er vinur þinn,
og þú ert vinur dauðans.
[m.a. á plötunni S.h. draumur – Goð+]














































