Feimni

Feimni
(Lag og texti: Þórarinn Rögnvaldsson)

Þegar stúlkur mig líta augum
fer ég að skjálfa á taugum
því ofsa feiminn ég er.
Oft mig ásækir þessi vandi
þetta er ljótur fjandi,
en blóðið þýtur þá fram í andlit mér.

Og ef þær líta á mig
fell ég alveg í mél.
Hjarta mitt ólmast
eins og tveggja strokka vél.
En ég öfunda þá
sem stelpur þora að kyssa,
því oft mig líka langar til þess.

En ég þori aldrei, það vil geyma
því sit ég oftast heima
þegar aðrir fara að skemmta sér.
Þó ég drekki mig augafullan
verð ég aftur sama bullan
þegar rennur af mér,
ég feiminn verð á  ný.

En ekki get ég verið
fullur nótt og dag
því að það væri ekki
á því nokkurt lag.
Þetta getur ekki gengið svona lengur,
við því nú ég verð að finna ráð.

Eitthvað ráð sem mér einum dugar
áður en mig þetta bugar,
en hvernig á ég að fara að því.
Þetta getur ekki gengið svona,
því er ég að reyna að vona
að einhvern tíma, þá eldist þetta af mér.
að einhvern tíma, þá eldist þetta af mér.

[m.a. á plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar – Austfirskir staksteinar III]