Fljótsdalshérað

Fljótsdalshérað
(Lag / texti: Hreggviður M. Jónsson / Ragna S. Gunnarsdóttir)

Fljótsdalshérað, fagri friðarreitur,
fjöllin þín há með snæviþakta tinda,
beljandi ár í gljúfrum, græna skóga,
glampandi læki, suðu tærra linda.
Um grösugar hlíðar gróa blóm og lyng,
glampa sem spegill heiðarvötnin blá,
hver sá er sína æsku ól þér hjá
sinn aldur í muna geymir fegurð þína.
Fljótsdalshérað, fagra æskubyggð,
ég flyt þér innstu hjartanskveðju mína.

[á plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar ásamt fjölda góðra gesta – 44 íslensk alþýðu dans- og dægurlög]