Flugumferðarstjórinn
(Lag / texti: Guðmundur Svafarsson / Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason)
Um loftin blá við líðum,
lágvært vélin malar.
Mér fagnar rómi fríðum
flugstjórinn sem talar.
Fósturloftsins Freyja
færir bros og kaffi.
Á þyrilskrúfu þegja
þrestirnir sem deyja.
Vængjum klofinn vindurinn
við vélarbúkinn gælir.
Fálátur með föla kinn,
farþeginn sem ælir.
Vambsíður með vonda lykt,
volgan lepur bjórinn,
í turninum með fálm og fikt
flugumferðarstjórinn.
Flýgur yfir flugvöllinn,
flestum hreyflum tapar.
Fer ei lengra fyrst um sinn,
flugvélin sem hrapar.
Lending varð með lágum hvell,
léttur heyrðist hvinur.
Flytur yfir fjörðinn smekk,
flugskýlið sem hrynur.
Vambsíður…
[af plötunni Ljótu hálfvitarnir – Ljótu hálfvitarnir [4]]














































