Franziska!
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)
Franziska! Franziska! Flýttu þér í skóna!
Heyrirðu ei, heyrirðu ei hina villtu tóna
frá tatarans, tatarans tryllta fiðluboga?
Augu hans, augu hans, augun í honum loga.
Komdu, stúlkan mín, í opinn faðminn á mér.
Aldrei framar skaltu geta hlaupið frá mér.
Svo dönsum við, dönsum við,
dönsum, dönsum saman
uns máninn gamli glottir breitt og geiflar sig í framan.
Franziska! Franziska! Fljót nú! Tíminn líður!
Nóttin heit, nóttin heit, nóttin okkar bíður.
Tatarinn, tatarinn taktinn magnast lætur.
Fiðlan hans, fiðlan hans fellir tár og grætur.
Allur skógurinn af tónfallinu titrar.
Tindrar stjörnuber og dögg á laufi glitrar.
Nú dönsum við, dönsum við,
dönsum, dönsum saman
uns máninn blygðast sín og blóðroðnar í framan.
[engar upplýsingar um lagið á plötum]














































