Frekjudósin

Frekjudósin
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson, Ragnheiður Eiríksdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir)

Hún er frekasta stelpan í bænum
og hún fær alltaf allt sem hún vill
og hún suðar og heimtar og vælir
og er alltaf brjáluð og tryllt.

Litlu blómin sem mig langaði að tína
til að gefa mömmu minni á mæðradag
er hún búin að rífa upp með rótum
og troða inn um póstlúguna.

Það var allt svo gott í húsinu
þar til hún flutti inn
með kjölturakkann sinn
sem skítur út um allt.

Ég fékk geðveikt hjól í sumargjöf
blátt og glansandi,
þá kom hún skransandi
á skellinöðru.

„Kallarðu þetta hjól? Hva, ertu fimm ára eða hvað?“
Ég reyni en tekst ekki að svara fyrir mig,
ég er farin og frekjudósin má eiga sig.

Hún er frekasta stelpan í bænum
og hún fær alltaf allt sem hún vill
og hún sífrar og nöldrar og öskrar
og er alltaf klikkuð og tryllt.

Hún stal sígarettum úr sjoppunni
og kenndi mér um það
og setti sögu af stað
um að ég væri að reykja þær.

Ég fékk smá brúnku í sólinni,
mér fannst ég geðbiluð
þá kom hún heltönuð
úr brúnkumeðferð.

„Varst þú bara inni í sumar ha? Eru draugar komnir í tísku?“
Ég reyni en tekst ekki að svara fyrir mig,
ég er farin og frekjudósin má eiga sig.

Hún er frekasta stelpan í bænum
og hún fær alltaf allt sem hún vill
og hún suðar og vælir og kveinar
og er alltaf klikkuð og tryllt.

Smákökurnar sem ég búin var að baka
og kældi hérna í gluggakistunni
eru horfnar allar með tölu,
kjölturakkinn er nú á þeim japplandi.
Já, kjölturakkinn er nú á þeim japplandi…
voff voff.

[af plötunni Dr. Gunni og vinir hans – Alheimurinn]