Fyrsta ástin
(Lag og texti: Fannar Ingi Friðþjófsson)
Byrjaði’ allt saman sem djók
eftir sleik á menntaskólaballi
þegar ég gaf henni poke,
svo bíó með popp og kók.
Ég bauð henni útá Nes að labba,
kynnti’ hana fyrir mömmu’ og pabba.
Þetta fýlaði hún
þó ég átti’ ei stórt rúm.
Og í skólann ég mæta nennti varla
fyrir hana’ öll próf þau máttu falla,
í frönsku lærði þó eitt
Je t’aime – ekkert meir.
Fyrsta ástin breytir trú,
það sem var vitlaust er rétt nú.
Fyrsta ástin tekur djúpt,
Kynnist því sem er svo sjúkt.
Ástfanginn
í fyrsta sinn.
Stundum virkar lífið eins og bíómynd.
Keyrðum tvö útá land,
í bílnum ræddum okkar ástarsamband.
Svo beint í tölvuna heim,
breyttum í ríleis á feis.
Og þegar við fórum út að borða
í tilefni þessara fögru orða,
ég elska þig
og ég elska þig.
Ég hélt við myndum eignast tvö börn saman,
tvö lítil þau Bryndísi og Ara.
Með fellihýsi og bíl
og 66 gráður í stíl.
Fyrsta ástin breytir trú,
það sem var vitlaust er rétt nú.
Fyrsta ástin tekur djúpt,
kynnist því sem er svo sjúkt.
Ástfanginn
í fyrsta sinn.
Stundum virkar lífið eins og bíómynd.
Hálft ár þá sagði’ hún mér upp.
Öll sök og ábyrgð hvíldi’ á mínum herðum
og við það var hún sátt
en mér fannst það svo rangt.
Kvíðir að sjá hana halda’ í hönd á öðrum,
sver það mun ganga frá mér dauðum.
Þori ekki á lífið út
nema með arabaklút.
Gekk eins og klassísk ástarsaga
en þó var eitt sem við þurftum bæði’ að laga.
Við erum bara’ ekkert lík
og hún er líka algjör…
Fyrsta ástin breytir trú,
það sem var vitlaust er rétt nú.
Fyrsta ástin tekur djúpt,
kynnist því sem er svo sjúkt.
Ástfanginn
Í fyrsta sinn.
Stundum virkar lífið eins og bíómynd.
[af plötunni Hipsumhaps – Best gleymdu leyndarmálin]














































