Gleðitíðindi
(Lag og texti: Hipsumhaps)
Góður dagur,
vakna snemma sæll og glaður.
Nýr maður,
breyttur tími, annar staður.
Ég er búinn að vinna nóg
í þeim sem ég er
án þess að ætlast þó
að hver dagur endi vel.
Ég vil bara hafa allt næs,
líka þegar á móti blæs.
Lífið er tóm vitleysa hér,
það er bara eins og það er.
Pabbi minn er góður kokkur,
mamma mín er góð kona,
ég, ágætis gaur.
Já ég er bara ágætis gaur.
Bróðir minn var tileygt gerpi,
systir mín var alltaf heppin
og ég ágætis gaur.
Já ég er bara ágætis gaur.
Ég er með orðið,
ætla ekki falla inn í normið.
Hógvær maður,
kosta og galla meðvitaður.
Ég kem frá Álftanesi ekki Garðabæ,
já það er viðkvæmt mál,
ekki stuða mig, ég er í góðu skapi.
Ég er svo fullkominn
að það hálfa væri nóg,
ertu að skynja mig, lifi góðu lífi
dansandi í gegnum rósabeð.
Já allt er eins og það á að vera hér.
Ég þarf ekki að eignast hluti,
ég vil bara eiga augnablik
á meðan ég er,
það er bara eins og það er.
Ég ætla ekki að lifa í keppni,
stundum bara vera heppinn
og sjá hvernig allt fer,
það fer bara eins og það fer.
Ég vil bara hafa allt næs
líka þegar á móti blæs.
Pabbi minn er góður kokkur,
mamma mín er góð kona,
ég, ágætis gaur.
Já ég er bara ágætis gaur.
bróðir minn var tileygt gerpi,
systir mín var alltaf heppin
og ég ágætis gaur.
Já ég bara ágætis gaur.
[af plötunni Hipsumhaps – Ást & praktík]














































