Gloss
(Lag og texti: Gunnar Örn Jónsson og Hafþór Ólafsson)
Nú er það á allra vörum
þetta ægilega gloss,
hvergi fæst í höfuðstaðnum
herlegur meyjarkoss.
Viðlag
Gloss, gloss, þungan ber ég kross.
Í þann mund er varir mætast
og mín fram teygist álka
kærleikshótin út á kinn
þau keyra því hér er hálka.
Viðlag
Við verðum bara að bíða held ég
bróðir sæll og vona,
það hlýtur að leynast í hóp sem þessum
held ég ærleg kona.
Viðlag
Stamar varir veita stuðning
svo stórkostlegri kossarnir
ég vona að gloss sé öllum gleymt
og grafið eins og klossarnir.
Gloss, gloss, vík burt frá oss.
[af plötunni Súkkat – Fjap]














































