Gluggaveður

Gluggaveður
(Lag / texti: Gunnar L. Hjálmarsson / Ragnheiður Eiríksdóttir)

Úti er sólskin,
horfi út um gluggana.
Ég ætla í skóna,
Ég þarf ekki úlpuna.
Svo er mér strax kalt
og ég læt það pirra mig.
Þetta gluggaveður
var þá bara að plata mig.

Glampandi sólskin
kallar nú á mig út
og ég er að flýta mér
ég finn engan hálsklút.
En gluggaveðrið
það lætur mig hríðskjálfa
svo ég hleyp og næ í
vettlinga og húfuna.

Sólarglenna
brýst á milli skýjanna.
Sumarið er komið,
ég þarf ekki úlpuna.
Svo er mér strax kalt
og ég læt það pirra mig.
Þetta gluggaveður
var þá bara að plata mig.

[af plötunni Dr. Gunni og vinir hans – Alheimurinn]