Gubbuhesturinn

Gubbuhesturinn
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)

Hún er með gubbuhest!
Segðu mér nú,
Kristján dýralæknir
mig langar svo að vita þetta:
Geta hestar gubbað?
Nei, það geta þeir ekki.
Geta lömbin hnerrað?
Já, þau geta það.
Fá geitur stundum blóðnasir?
Já, til dæmis ef þær fá bolta í hausinn.
Fá kettirnir flensu?
Já já, það heitir kattarflensa.
Er svikalykt af belju
Það er nú sjaldan af því þær reyna svo lítið á sig.
Eru svanir stundum andfúlir?
Já, ef þeir drekka mikið af kaffi.
En eitt geta hestar
betur er flestar
dýrategundir í heiminum,
það er að skíta á hlaupum.

Hún er með gubbuhest!

[af plötunni Dr. Gunni og vinir hans – Alheimurinn]