Hæ, hoppsa-sa!

Hæ, hoppsa-sa!
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)

Viðlag
Hæ, hoppsa-sí, hæ, hoppsa-sa!
Svona, elsku vinur, upp með húmorinn!
Hæ, hoppsa-sí, hæ, hoppsa-sa!
Vertu kátur núna, nafni minn!

Við komnir erum loks til lands
þar sem lokkandi bíður meyjafans
með gleði, söng og dunandi dans.
Vertu kátur núna nafni minn!

Hvar hefurðu séð jafnfögur fljóð
eða föngulegri með nokkurri þjóð?
Hvenær sauð svo heitt þitt sjómannasblóð?
Vertu kátur núna, nafni minn!

Í meyjanna fansi ein þó er
sem að öllum léttum fótinn ber;
og gaum í laumi hún gefur þér.
Vertu kátur núna, nafni minn!

Sem líði blær um lygnan sjó
eða léttur þytur um grænan skóg
hún dansar grönn og mittismjó.
Vertu kátur núna, nafni minn!

Hve herleg hún er með sitt enni bjart
og sinn ögrandi barm og hárið svart
og fleira til yndis fjöldamargt!
Vertu kátur núna, nafni minn!

Svo réttir hún þér hendur tvær;
og þú horfir í augun tinnuskær;
af brosi hennar bliki slær.
Vertu kátur núna, nafni minn!

Og þegar sól í felur fer
þá mun fljóðið unga bjóða þér
í lyngivaxna laut með sér.
Vertu kátur núna, nafni minn!

Svo vefjast um þig armar tveir
meðan angar í vitum þér lyng og reyr.
En um það tölum við ekki meir!
Vertu kátur núna, nafni minn!

Viðlag
 
[m.a. á plötunni Þrjú á palli – …eitt sumar á landinu bláa]