Hættu að gráta

Hættu að gráta
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)

Hættu að gráta, hjartað mitt,
þá skal mamma gefa þér sjalið sitt,
og ef sjalið er ekki nógu hlýtt
þá skal mamma gefa þér nálhús nýtt,
og ef nál þar engin er
þá skal mamma gefa þér glóðarker,
og ef kerið ekki hitar nóg
þá skal mamma gefa þér skæðiskó,
og ef á skóna kemur kannski gat
þá skal mamma gefa þér grautarfat,
og ef í mola fatið fer
þá skal mamma gefa þér bústin ber,
og ef berin eru kannski súr
þá skal mamma gafa þér gaukabúr,
og ef þar gaukur enginn sést
þá skal mamma gefa þér gráan hest,
og ef sá hestur fer aldrei á brokk
þá skal mamma gefa þér gullastokk,
og ef þar gullin engin sjást
þá skal mamma gefa þér alla sína ást.

[m.a. á plötunni Þrjú á palli ásamt Sólskinskinskórnum – Ný barnaljóð Jónasar Árnasonar]