Hafsteinn Reykjalín (1940-)

Hafsteinn Reykjalín

Hafsteinn Reykjalín hefur komið víða við á ævi sinni en hefur á síðari árum birst sem eins konar fjöllistamaður, og meðal annars gefið út tvær plötur með frumsömdu efni.

Trausti Hafsteinn Jóhannesson Reykjalín er fæddur (vorið 1940) og uppalinn á Hauganesi í Eyjafirði, hann nam vélfræði og starfaði m.a. sem vélstjóri áður en hann fluttist suður til yfir heiðar upp úr 1970 en hann hefur búið og starfað á höfuðborgarsvæðinu síðan. Hann hefur starfað við ýmislegt sunnan heiða s.s. rekið bílaleigur, verið í hótelbransanum og starfað sem leigubílstjóri.

Þegar um fór að hægjast hjá Hafsteini á efri árum fór hann að sinna listamanninum í sér en hann hefur samið ljóð og lög, auk þess að mála myndir og hefur haldið fjölda myndlistasýninga. Þá hefur hann einnig gefið út nokkrar ljóðabækur og svo tvær plötur með frumsaminni tónlist og textum. Sú fyrri kom út árið 2012 og bar heitið Ljúfar stundir: Tónsmíðar Hafsteins Reykjalín, Helga Möller & Ari Jónsson flytja, en á henni voru tólf lög sem þau Helga og Ari sungu við undirleik nokkurra þjóðþekktra tónlistarmanna. Sú síðari kom út þremur árum síðar, 2015 þegar Hafsteinn fagnaði 75 ára afmæli sínu en hún bar titilinn Lífið er dans, Vilhjálmur Guðjónsson var þar aðalmaðurinn við hljóðfæraleikinn en nokkrir þekktir söngvarar önnuðust sönginn. Þar fyrir utan hafa nokkrar smáskífur litið ljós með lögum Hafsteins, m.a. með laginu Já, já, jólin koma – flutt af Svanhildi Jakobsdóttur, sem hann sendi í Jólalagakeppni Rásar 2 en lagið hafnaði þar í þriðja sæti.

Efni á plötum