Halí-a-hó
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)
Viðlag
Halí-a-hó!
Í rá og reiða syngur.
Halí-a-hó! Hertu þig, Joe!
Hann Loðvík kóngur bana hlaut af hendi sinna þegna.
Í rá og reiða syngur.
Því þegnar hans þeir þoldu hann ekki einhverra hluta vegna.
Halí-a-hó! Hertu þig, Joe!
Vor stýrimaður undarlega er af Guði skaptur.
Í rá og reiða syngur.
Því það er eins og andlitið sé ekkert nema kjaftur.
Halí-a-hó! Hertu þig, Joe!
Hann Nelson háði orrustur á sjónum sigurglaður.
Í rá og reiða syngur.
Og hann tældi Lady Hamilton því hann var kvennamaður.
Halí-a-hó! Hertu þig, Joe!
Við próvíantinn hér um borð við allir megum una.
Í rá og reiða syngur.
Því myglað brauð og úldið kjöt það örvar meltinguna.
Halí-a-hó! Hertu þig, Joe!
Hann Bónaparti seigur var og hausa marga hjá hann.
Í rá og reiða syngur.
En heilsuna hann missti og úr magasári dó hann.
Halí-a-hó! Hertu þig, Joe!
Hvert ferð okkar er heitið vil ég helst sem minnst um tala.
Í rá og reiða syngur.
Því þarna stendur kafteinninn með hófa og með hala.
Halí-a-hó! Hertu þig, Joe!
Viðlag
Þrjóskur er Norðri,
þrengir að með snjó.
Þykir almættinu ekki
enn komið nóg?
Dugðu mér, kraftur,
dugðu mér, þor.
Ég hef aldrei áður lifað
annað eins vor.
Viðlag
Hesturinn minn stendur
hátt uppá mel
undir klakaslegnum kletti
kalinn í hel.
Viðlag
Fjórar í morgun,
fjórar í gær
út á hjarn úr húsum dró ég
hordauðar ær.
Viðlag
Fylla allar víkur
fimbulísaþök
og þar kveina kópamæður
krepptar í vök.
Viðlag
Dugðu mér, kraftur,
dugðu mér, þor.
Ég hef aldrei áður lifað
annað eins vor.
Viðlag
[engar upplýsingar um lagið á plötum]














































