Halldóra Björnsdóttir [annað] (1961-)

Halldóra Björnsdóttir

Halldóra Björnsdóttir íþróttafræðingur er fjarri því að starfa við tónlist, þó hefur komið út plata með henni þar sem hún stjórnar leikfimisæfingum en hún hefur haldið úti Morgunleikfiminni á Rás 1 Ríkisútvarpsins síðan 1987 og jafnframt séð um aðra heilsutengda þætti þar. Platan kom út á vegum Ríkisútvarpsins árið 1998 og bar heitið Morgunleikfimi þegar þér hentar: Heilbrigð sál í hraustum líkama.

Halldóra er Reykvíkingur fædd 1961, hún er menntaður íþróttafræðingur með sérhæfingu í íþróttum og líkamsþjálfun fatlaðra og hefur einnig menntað sig í jógafræðum en hún hefur á síðustu árum starfað við framhaldsskólakennslu og hjá Beinvernd. Hún hlaut árið 2018 riddarakross fyrir framlag sitt til heilsuverndar og lýðheilsu.

Efni á plötum