Hallelúja
(Lag / texti: Erlent lag / Hinrik Bjarnason)
Þú guð, sem ræður himnum hátt
og horfir til mín dag og nátt,
heyrirðu mitt kall er dagur líður?
Ég kveð á dyr, ég kalla enn
og kannske mun það heyrast senn,
heyrast er ég hrópa: Halleljúja.
Hallelúja
Hallelúja
Hallelúja
Hallelúja
Mín trú er veik, ég þarfnast þín.
Sú þörf er bæði sterk og brýn,
um frið í sál frá áhyggjum og lúa.
Gef þú mér styrk og glaðan dag
og glæddu okkur kjark og hag
með gleðisöngnum þínum: Hallelúja.
Hallelúja
Hallelúja
Hallelúja
Hallelúja
Ég lít í gleði lífsins braut
ef leiðir þú mig framhjá þraut
og æðruleysi huga mínum færir.
Gef, drottinn, að mín æska öll
og ókunn lífsins boðaföll
þar ómi hverja stund af Hallelúja.
Hallelúja
Hallelúja
Hallelúja
Hallelúja
[af plötunni Bragsmiðurinn Hinrik Bjarnason áttræður – ýmsir]














































