Hamar
(Lag og texti: Gunnar L. Hjálmarsson)
Ég gæti elskað þig með hamri,
ég elska á þér öll herbergin.
Ég gæti elskað þig með hamri,
ég elska á þér öll herbergin.
Þú ert svo sæt í þessari fjöru
með hestana og fjöllin allt í kring.
Þú ert svo sæt í þessari fjöru
með hestana og fjöllin allt í kring.
Hvað varst þú að gera þarna?
Hvað varst þú að gera í þessu bílslysi?
Hvað varst þú að gera þarna?
Hvað varst þú að gera í þessari bílslysi?
Grafðu þig niður, grafðu þig niður,
grafðu þig niður með munkunum.
Grafðu þig niður, grafðu þig niður,
grafðu þig niður með hömrunum.
Ég gæti drepið þig með hamri,
Ég hata á þér öll herbergin.
Ég gæti drepið þig með hamri,
Ég hata á þér öll herbergin.
Þú varst svo sæt í þessari fjöru
með hestana og fjöllin allt í kring.
En þú ert svo ljót í þessari holu
með munkana og brundinn allt í kring.
[m.a. á plötunni S.h. draumur – Goð+]














































