
Hankar
Technopönksveitin Hankar var samstarfsverkefni hafnfirsku hljómsveitanna Botnleðju og Súrefnis veturinn 1996-97 en sveitin var sett saman í tengslum við tónleikaferð um landið sem Kristinn Sæmundsson (Kiddi í Hljómalind) hélt utan um og skipulagði.
Þetta samstarf leiddi til þess að tvö lög voru hljóðrituð (Aðeins eina nótt með þér / Ávallt einn) undir Hanka-nafninu og stóð jafnvel til með að gera eitthvað meira við upptökurnar, t.a.m. munu erlendir aðilar hafa séð fyrir sér útgáfu á þeim en ekki virðist hafa orðið úr þeim áformum.














































