Haraldur (2007)

Haraldur

Hljómsveit frá Selfossi gekk undir nafninu Haraldur, hún starfaði fyrr á þessari öld og lék það sem skilgreint hefur verið sem amerískt háskólarokk.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kári Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Sveinn Steinsson bassaleikari og Ásgeir Hólm Júlíusson trommuleikari. Þannig skipuð fór Haraldur í Músíktilraunir 2004 og 2007 en komst ekki áfram í úrslit keppninnar.

Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þessa sveit, t.a.m. um starfstíma hennar.