Hassbræður (1998-99)

Hassbræður

Hassbræður var tríó þeirra bræðra Jóns Atla og Péturs Jónassonar auk Arnþórs Sævarssonar en um eins konar rafsveit var að ræða. Þeir félagar störfuðu á árunum 1998 til 99 að minnsta kosti og komu út tvö lög (endurvinnslur) í meðförum þeirra, annars vegar lag Jóhanns G. Jóhannssonar – First impression??? á safnplötunni Neistar og hins vegar Sigur rósar lagið Hún jörð á Sigur rósar plötunni Von brigði.

Hassbræður komu eitthvað fram opinberlega s.s. á Stefnumótakvöldi og víðar, og mun m.a. hafa flutt eigin útgáfu af Skítamórals laginu Farin.