Hattarnir (1997)

Hattarnir er eitt af nokkrum nöfnum sem þeir félagar, Halldór Olgeirsson og Sveinn Guðjónsson hafa notað við pöbbaspilamennsku en þeir hafa einnig komið fram undir nöfnunum Svenni og Halli, Svenson og Hallfunkel, Gömlu brýnin og eitthvað meira.

Hattanafnið notaði tvíeykið haustið 1997 þegar þeir skemmtu á Gullöldinni í nokkur skipti.