Haust fyrir austan
(Lag / texti: Óðinn G. Þórarinsson / Einar Georg)
Haustið dregur
húm á tinda,
sólin týnist
í sjóinn fljótt.
Sumir eiga um
sárt að binda,
vantar gleði,
og vantar þrótt.
Burtu halda
bjartar nætur,
köldum vetri
þá kvíðir drótt.
Sefur alda,
sáran grætur
saklaus drengur,
um svarta nótt.
Skýin taka að skjóta upp ljótri kryppu,
skuggar langir þyrpast fram á völl.
Hylur sortinn okkar fríðu fjöll.
Ó fagra vor, ó fagra vor.
Burtu halda
bjartar nætur,
sólin týnist
í sjóinn fljótt.
Sefur alda,
sáran grætur
saklaus drengur
um svarta nótt.
[m.a. á plötunni Danshljómsveit Friðjóns Jóhannssonar – Við tónanna klið: Lög Óðins G. Þórarinssonar]














































