
Head effects
Hljómsveitin Head effects var eins konar spunarokksveit en hún starfaði um skamma hríð á fyrri hluta ársins 1981.
Sveitin hafði í raun orðið til í kringum útgáfu plötunnar Gatan og sólin með Magnúsi Þór Sigmundssyni árið 1980 en hún hafði þá verið stofnuð til að fylgja þeirri plötu eftir – undir nafninu Steini blundur. Eftir að því verkefni lauk ákváðu meðlimir sveitarinnar að halda áfram samstarfinu áfram án Magnúsar Þórs undir nafninu Head effects en þeir voru Graham Smith fiðluleikari, Richard Korn bassaleikari, Gestur Guðnason gítarleikari og Jónas Björnsson trommuleikari.
Sveitin lék sem fyrr segir spunarokk og spilaði á nokkrum tónleikum en virðist svo hafa hætt störfum fljótlega.














































