Heim

Heim
(Lag / texti: Alma Guðmundsdóttir, Klara Ósk Elíasdóttir og James Wong / Alma Guðmundsdóttir og Klara Ósk Elíasdóttir)

Einmana hjarta sem villtist af leið
týndist í miðjum biðsalnum.
Veikburða vonar um áranna skeið
þar til ég fann þig í Dalnum.

Hvaðan, komstu hvaðan,
leitaði lengi en engan fann.
Saman, loksins saman,
kveiktir á neista sem aldrei brann.

Nú örugg í faðmi þér
allt breytt sem áður var.

Einmana hjarta sem villtist af leið
týndist í miðjum biðsalnum.
Veikburða vonar um áranna skeið
þar til ég fann þig í Dalnum.

En nú, ei lengur ein
því ég er komin heim.

Eldur, þessi eldur,
dansaði í hjarta mér allt mitt líf.
Ekkert, það er ekkert,
eins og ást sem að brennur á þjóðhátíð.

Nú örugg í faðmi þér
allt breytt sem áður var.

Einmana hjarta sem villtist af leið
týndist í miðjum biðsalnum.
Veikburða vonar um áranna skeið
þar til ég fann þig í Dalnum.

En nú, ei lengur ein
því ég er komin heim.

Nú örugg í faðmi þér,
allt breytt sem áður var.

Einmana hjarta sem villtist af leið
týndist í miðjum biðsalnum.
Veikburða vonar um áranna skeið
þar til ég fann þig í Dalnum.

En nú, ei lengur ein
því ég er komin heim.

[af plötunni Klara Elias – Heim [ep]]