Hér má engan kúreka sjá
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Árnason)
Viðlag
Hæ, hipp-hipp og húrra-ra-rá!
Sko! Hér má einn kúreka sjá
sem stríð sitt mun heyja
og standandi deyja
með hattinn sinn höfðinu á.
Þó indjánar sæki mér að,
ég upp mér ei kippi við það.
Þá helvísku kauða
með hörundið rauða
brytja ég blákalt í spað.
Af landnemaættum ég er
og óræk þess vitni ég ber
með skít undir nöglum
og krafta í kögglum
og seiglu í svipnum á mér.
Mín lífsskoðun ljós er og vís;
mér líkar við hindberjaís;
og Roddy McClana
repúblikana
í kosningum öllum ég kýs.
Ég veit það og við það ég stend,
sú vissa mér ungum var kennd
að frjálslyndistal allt
og menningarmal allt
er spilling af Satani sned.
Þó indjánar sæki mér að
ég upp mér ei kippi við það.
Á móti þeim veð ég
og valkesti hleð ég.
Það skal verða blóðugt það bað!
[engar upplýsingar um lagið á plötum]














































