Hestasveitin (2007)

Hestasveitin var sex manna hljómsveit sem kom úr Reykjavík og keppti í Músíktilraunum vorið 2007 án þess þó að komast í úrslit keppninnar.

Meðlimir Hestasveitarinnar voru þeir Arnór Ýmir Guðjónsson bassaleikari, Guðmundur Óli Norland, trommuleikari, Bjarki Sigurðsson hljómborðsleikari, Gylfi Bragi Gunnlaugsson söngvari, Kristján Norland gítarleikari og Bergur Ástráðsson slagverksleikari.

Sveitin virðist hafa hætt störfum fljótlega eftir Músíktilraunirnar.