Vorið 1994 starfaði, af því er virðist í fáeinar vikur, tríó undir nafninu Hetjur hafsins og lék þá í nokkur skipti á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins s.s. Tveimur vinum og Amsterdam.
Óskað er eftir upplýsingum um þessa pöbbasveit, um meðlimi hennar og hljóðfæraskipan auk annars sem ætti heima í umfjöllun um hana.














































