Hljómsveit sem bar nafnið Heybrók er ein af fjölmörgum sveitum sem Hlynur Þorsteinsson læknir hefur starfrækt á tuttugustu og fyrstu öldinni en sveitin gaf út tvær breiðskífur árið 2010 og 2011 með frumsömdum lögum og textum eftir hann.
Heybrók hefur líkast til aldrei komið fram opinberlega heldur eingöngu starfað í hljóðveri, og er að öllum líkindum eins manns sveit Hlyns sem naut aðstoðar Gunnars Einars Steingrímssonar trommuleikara á plötunum en annaðist sjálfur allan annan hljóðfæraleik og söng á fyrri plötunni – Hey í harðindum, á síðari plötu sveitarinnar – Með hey í brók, syngja Hrafnkell Óskarsson og Hjörtur Guðnason við hljóðfæraleik Hlyns og Gunnars. Auk framangreindra kemur Gunnar Kristján Steinarsson við sögu platnanna við hljóðblöndun en ekki er ljóst hvort hann var partur af sveitinni.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um hljómsveitina Heybrók.














































