Himneskur herskari (1999)

Hornaflokkur sem bar heitið Himneskur herskari lék fyrir gesti í Iðnó sumarið 1999 en það sama kvöld hélt hljómsveitin Hr. Ingi R. og Magga Stína stórdansleik í húsinu.

Glatkistan veit engin deili á Himneskum herskara en hér er giskað á að einhverjir meðlimir Hr. Inga R. Og Möggu Stínu hafi einnig verið í hornaflokknum – óskað er eftir frekari upplýsingum um sveitina.