Hinir borgfirsku geimgrísir (1990-91)

Hljómsveit sem bar heitið Hinir borgfirsku geimgrísir starfaði í Bakkagerði (Borgarfirði eystra) um og upp úr 1990 og skartaði m.a. söngvaranum og gítarleikaranum Magna Ásgeirssyni, síðar landsþekktum söngvara.

Hinir borgfirsku geimgrísir hétu fyrst um sinn Pigs in space eftir samnefndri „sápuóperu“ úr Prúðuleikurunum (The Muppets show) en nafni sveitarinnar var fljótlega breytt. Sveitin lék eitthvað í heimabyggð en varð einnig svo fræg að koma fram á Sumarhátíð UÍA að Eiðum sumarið 1991. Geimgrísirnir munu svo hafa komið saman sumarið 2009 þegar Sparkhöllin var vígð á Borgarfirði eystra.

Magni Ásgeirsson var sem fyrr segir einn meðlima sveitarinnar en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi hennar og er því hér með óskað eftir þeim.