Hjálp [2]

Hjálp [2]
(Lag / texti: Bjarni H. Kristjánsson / Guðmundur R. Gíslason)

Kristaltærir tónar hljómuðu í gær,
tóku lífið frá mér en færðu mig nær.
Tíminn líður en læknar ekki, þó dagar líði og ár.
Felulitir lífsins, hylja mín tár.

Að kalla á hjálp á annan hátt
á okkur hin sem skiljum fátt.
Ég sakna þín er tíminn stendur kyrr.

Í spegilinn ég leit, spurði um þig.
Svo óttaslegið andlit starði á mig.
Ótal margt ég mun aldrei skilja, hvernig sem allt fer
en endir þinn var upphaf, að öðru hjá mér.

Að kalla á hjálp á annan hátt
á okkur hin sem skiljum fátt.
Ég sakna þín er tíminn stendur kyrr.

Ég efast oft um vonina
og sé ei skýra myndina.
Sýndu þig og segðu mér hvað brást
…hvað fékk þig til að þjást?

[af plötunni Súellen – Ferð án enda]