
Hljóðlæti
Hljómsveitin Hljóðlæti (einnig ritað HljóðLæti) af Seltjarnarnesi var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum vorið 2004 en sveitin hafði þá verið starfandi í ár að minnsta kosti á undan og spilað eitthvað opinberlega.
Meðlimir sveitarinnar voru Jón Gunnar Ásbjörnsson gítarleikari, Svavar Þórólfsson gítarleikari, Magnús Ingi Sveinbjörnsson trommuleikari, Guðmundur Gunnlaugsson bassaleikari og Haukur Hólmsteinsson söngvari. Hljóðlæti komust ekki áfram í keppninni en starfaði eitthvað áfram, lék m.a. á tónleikum í Hinu húsinu síðar um vorið og eitthvað einnig um haustið. Svo virðist sem sveitin hafi lagt upp laupana fljótlega eftir það.














































