Hljómalind [2] (2016)

Djasskvartett sem bar nafnið Hljómalind kom fram á djasskvöldi á Kex hostel haustið 2016 og virðist aðeins hafa komið fram í þetta eina skipti, og hugsanlega sett saman fyrir þessu einu uppákomu.

Meðlimir Hljómalindar voru þeir Hjörtur Stephensen gítarleikari, Leifur Gunnarsson kontrabassaleikari, Kjartan Valdemarsson píanóleikari og Scott McLemore trommuleikari. Kvartettinn lék frumsamið efni þeirra félaga í bland við þekkta standarda.