Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem mun hafa starfað undir stjórn Ásgeirs Sigurðssonar og lék gömlu dansa tónlist á nýársdansleik í Þórscafé í upphafi árs 1965.
Nokkuð ljóst er að ekki er um að ræða Hljómsveit Ásgeirs Sigurðssonar hina ísfirsku og einnig eru litlar líkur á að um hafi verið að ræða Ásgeir Sigurðsson lúðrasveita- og kórstjórnanda á Selfossi, svo allt eins gæti verið um misritun að ræða og þetta eigi að vera hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar.














































