Haustið 1989 lék hljómsveit í Norðursal Hótel Íslands á dansleikjum undir nafninu Hljómsveit Axels Einarssonar. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um þessa sveit nema að hún starfaði undir stjórn Axels Einarssonar, sem var að öllum líkindum gítarleikari hennar.
Hér er því hér með óskað eftir frekari upplýsingum um sveitina, aðra meðlimi, hljóðfæraskipan og annað sem á heima í umfjöllun um hana.














































