Glatkistan óskar eftir upplýsingum um Hljómsveit Eyþórs en hún starfaði á austanverðu landinu, hugsanlega einhvers staðar í kringum Höfn í Hornafirði á árunum 2004 til 2007 að minnsta kosti.
Hljómsveit Eyþórs lék á nokkrum dansleikjum á þessu tímabili, allt frá uppskeruhátíð bænda í Suðursveit til fjölskylduhátíðarinnar Álfaborgarséns á Borgarfirði eystri.
Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit, meðlimi hennar eða hljóðfæraskipan.














































