Hljómsveit Guðmundar Ingvarssonar (1967)

Hljómsveit Guðmundar Ingvarssonar harmonikkuleikara var starfrækt á Þingeyri árið 1967 en var hætt störfum í upphafi árs 1968, hún gæti þó hafa starfað fyrir 1967.

Engar frekari upplýsingar er að finna um þessa hljómsveit, meðlimi hennar eða hljóðfæraskipan og er því hér með óskað eftir þeim.