Hljómsveit Guðmundar og Hilmars var harmonikkuhljómsveit sem starfaði innan Félags harmonikuunnenda í Reykjavík veturinn 1995 til 96 og lék á nokkrum dansleikjum innan félagsins, sem haldnir voru í félagsheimilinu Drangey í Stakkahlíð.
Engar upplýsingar er að finna um meðlimi þessara sveitar, hvorki um Guðmund né Hilmar eða aðra meðlimi hennar og er því hér með óskað eftir þeim – bæði nöfnum og hljóðfæraskipan, hér er þó giskað á að tvímenningarnir hafi báðir leikið á harmonikkur. Hugsanlega er hér um að ræða Guðmund Samúelsson.














































