Hljómsveit Gunnars Bjarnasonar [2] (1952-53)

Óskað er eftir upplýsingum um Hljómsveit Gunnars Bjarnasonar sem lék a.m.k. tvívegis í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði árin og 1952 og 52, nokkrar líkur eru á að sveitin hafi einmitt verið úr Hafnarfirði.

Ekkert er vitað um þessa hljómsveit en fáeinum árum fyrr hafði Gunnar Bjarnason trommuleikari á Ísafirði starfrækt hljómsveit sem lék gömlu dansana á dansleikjum fyrir vestan en hann flutti suður árið 1950, ekki er ólíklegt að um sama Gunnar sé að ræða.

Alltént vantar hér allar upplýsingar um meðlimir sveitarinnar og hljóðfæraskipan, starfstíma og annað.