Hljómsveit sem bar nafnið Hljómsveit Gunnlaugs Pálssonar lék fyrir dansi á veitingastaðnum Skiphóli í Hafnarfirði í nokkra mánuði um sumarið og haustið 1976, en þessi sveit mun hafa sérhæft sig í gömlu dönsunum.
Engar upplýsingar er að finna um meðlimi og hljóðfæraskipan þessarar hljómsveitar, hvorki um hljómsveitarstjórann né aðra þá sem skipuðu hana, Gunnlaugur Pálsson kemur reyndar hvergi annars staðar fyrir í gögnum Glatkistunnar og hér er giskað á að um harmonikkuleikara hafi verið að ræða.
Óskað er eftir frekari upplýsingum um Hljómsveit Gunnlaugs Pálssonar.














































