Hljómsveit Hafliða hafði um árabil þann starfa að leika undir hinum svokallaða svarfdælska mars sem iðkaður var árlega í félagsheimilinu á Rimum í Svarfaðardal, en ekki er alveg ljóst með hvaða hætti svarfdælskur mars er frábrugðinn „venjulegum“ mars. Sveitin lék líklega fyrst á þessari samkomu árið 2003 og svo að minnsta kosti öðru hverju allt til 2016, allavega 2008, 2010 og 2014 til 26.
Hljómsveit þessi hefur starfað undir stjórn Hafliða Ólafssonar sem er harmonikkuleikari í grunninn en hann gæti þó hafa leikið á eitthvert annað hljóðfæri með sveit sinni, engar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi Hljómsveitar Hafliða.














































