Hljómsveit Hana nú (1985-86)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Hljómsveit Hana nú starfaði innan félagsskapar undir þessu sama nafni (Hana nú) en um var að ræða frístundarklúbb fólks eldra en fimmtíu ára sem starfaði um heillangt skeið í Kópavogi, svo virðist sem hljómsveitin hafi starfað að minnsta kosti á árunum 1985 og 86 en upplýsingar þ.a.l. eru af skornum skammti.

Hljómsveit Hana nú var að öllum líkindum harmonikkuhljómsveit og gætu Jón Sigurðsson (bankamaður) og Magnús Randrup hafa verið meðlimir hennar en frekari upplýsingar óskast um þessa sveit.