Sumarið 1957 lék Hljómsveit Haraldar Jósefssonar fyrir dansi í tengslum við fegurðarsamkeppni sem haldin var í Tívolíinu í Vatnsmýrinni. Svo virðist sem sveitin hafi aðeins leikið í eitt eða örfá skipti opinberlega.
Hljómsveitarstjóri sveitarinnar var Haraldur Jósefsson trommuleikari en engar aðrar upplýsingar er að finna um aðra meðlimi hennar eða hljóðfæraskipan.














































