Hljómsveit Helgu og Þóru var auglýst sem atriði á FÁLM-kvöldi í Tónabæ sumarið 1973 en FÁLM var félagsskapur áhugafólks um leiklist og músík, og starfaði 1973 og 74.
Óskað er eftir upplýsingum um þessa hljómsveit, hverjir skipuðu hana, hljóðfæraskipan og annað sem ætti heima í umfjöllun um hana.














































