Hljómsveit Hreiðars Guðjónssonar (1976-82)

Hljómsveit Hreiðars Guðjónssonar starfaði um nokkurra ára skeið og sérhæfði sig í gömlu dönsunum. Sveitin starfaði að minnsta kosti á árunum 1976 til 82 en upplýsingar um hana eru afar takmarkaðar, hér var þó líklega um að ræða Hreiðar Guðjónsson trommuleikara en óskað er eftir upplýsingum um aðra meðlimi sveitarinnar.

Hljómsveitin var tengd Árnesingakórnum og starfsemi Árnesingafélagsins því sveitin lék á samkomum og tónleikum tengd þeim um árabil, m.a. á dansleik í Dalabúð í Búðardal eftir tónleika Árnesingakórsins árið 1982 en sveitin hafði þó fyrst leikið á dansleikjum í Ingólfscafe 1976, ótengt Árnesingafélaginu.