Á árunum 1948 til 50 (e.t.v. lengur) starfaði hljómsveit innan I.O.G.T. (Góðtemplarahreyfingarinnar) í Reykjavík undir nafninu Hljómsveit I.O.G.T. hússins. Þessi sveit kom fram í nokkur skipti opinberlega, þegar hún lék gömlu dansana á 17. júní skemmtun á Lækjartorgi sumarið 1948 og svo aftur á skemmtun um haustið, og svo sumarið 1950.
Meðlimir Hljómsveitar I.O.G.T. hússins voru 1948 þeir Jóhann G. Halldórsson harmonikkuleikari sem var titlaður hljómsveitarstjóri, Ólafur Markússon fiðluleikari, Guðni Guðnason harmonikkuleikari, Guðjón Pálsson píanóleikari og Svavar Gests trommu- og xylófónleikari en Hallur Símonarson bassaleikari mun hafa komið fram með sveitinni um haustið.














































