Hljómsveit Íslands (1999-2000)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði í kringum aldamótin (árin 1999 og 2000 að minnsta kosti) undir nafninu Hljómsveit Íslands en sveitin kom fram opinberlega í nokkur skipti um það leyti. Í auglýsingum var Hljómsveit Íslands sögð vera spunasveit sem m.a. hefði að geyma meðlimi sem léku á didgeridoo, harmonikku og kassagítar.

Einhverjar heimildir herma að sveitin hafi verið starfrækt innan Menntaskólans á Laugarvatni og að einhverjir meðlima hennar hefðu starfað með hljómsveitinni Ofl, jafnframt að Þráinn Óskarsson hefði verið einn meðlima hennar – allt er þetta þó óljóst og má jafnvel vera að tvær sveitir hafi starfað undir þessu nafni.

Fáeinum árum síðar (2003) voru á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar Skjás 1 þættir sem báru yfirskriftina Hljómsveit Íslands en þar var hljómsveit sem bar heitið Gleðisveit Ingólfs sem sumir kölluðu reyndar Hljómsveit Íslands – það er hins vegar önnur saga og önnur hljómsveit.