Hljómsveit Jóhanns Tryggvasonar (1940)

Hljómsveit Jóhanns Tryggvasonar virðist hafa verið sett saman einvörðungu til að leika undir söng Hallbjargar Bjarnadóttur á tónleikum í Gamla bíói haustið 1940 en söngkonan kom þá til landsins og hélt hér nokkra tónleika.

Jóhann þessi var þekktur kórastjórnandi og söngkennari en stjórnaði einnig lúðrasveitum, en engar frekari upplýsingar er að finna um þessa sveit – hvorki meðlimi hennar né hljóðfæraskipan.