Bílddælingurinn Jón Ástvaldur Hall Jónsson starfrækti á níunda áratugnum ballhljómsveit í sínu nafni, sem sérhæfði sig nokkuð í að leika gömul íslensk lög en slíkt var ekkert endilega í tísku á þeim tíma.
Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær þessi hljómsveit starfaði á Bíldudal en auk Jóns Ástvalds sem lék á hljómborð og gítar í sveitinni, voru þeir Gísli Ragnar Bjarnason gítarleikari, Jón Kr. Ólafsson söngvari og Helgi Hjálmtýsson bassaleikari, upplýsingar er ekki að finna um trommuleikara sveitarinnar og hugsanlega fleiri meðlimi hennar, og er því hér með óskað eftir þeim upplýsingum.














































